Um Gunnu Stellu

Ég heiti Gunnhildur Stella en er kölluð Gunna Stella. Ég er giftist honum Aroni mínum 10 júní árið 2000. Við byrjuðum saman sumarið 1998 í bíó á myndinni Armageddon. Sagan segir að hann hafi verið svo hræddur á myndinni að hann hafi gripið í höndina á mér en ég hafi misskilið það svona illilega að hann hafi setið uppi með mig síðan. En auðvitað er það bara grín. Við erum ótrúlega ánægð með lífið sem við höfum byggt upp saman og þakklát hvort fyrir annað og börnin okkar fjögur. Lýdíu Líf (2003), Hinrik Jarl (2010), Pétur Berg (2012) og Lúkas Lár (2015). 

Við erum búsett á Selfossi og líkar það mjög vel. Ég elska að ferðast, lesa og borða góðan og nærandi mat. 

Ég útskrifaðist úr Kennaraháskóla Íslands árið 2007 og hef starfað sem kennari í mörg ár. Vorið 2018 útskrifaðist ég sem IIN Heilsumarkþjálfi nám frá The Integrative Nutrition í New York. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

© 2017 Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir