Search
  • Gunna Stella

Var ég að kafna?

Ég er ekki að grínast en ég hélt að ég væri að kafna fyrir tveim vikum síðan. Við fjölskyldan fórum í litla fjallgöngu. Ég hélt á yngsta syni okkar sem er tæp 16 kg og lagði af stað upp fjallið. Mótvindurinn var mikill og þegar ég var hálfnuð var ég orkulaus og mér leið eins og ég væri að kafna. Ég settist niður, hjartað sló ört og ég snéri baki í vindinn. Mér leið eins og ég væri að líða út af. Ég náði að ganga aftur niður fjallið, setti drenginn í stólinn sinn og settist niður. Dró djúpt inn andann og hugsaði. Bíddu hvað er í gangi. Er ég í svona lélegu formi?


Svarið var nei. Ég vissi betur en það. Líkami minn er sterkur og ég er í góðu formi. Svarið var hinvegar það að ég hafði verið orkulaus áður en ég lagði af stað. Ég vissi að ég væri mjög lág í járni og væri að reyna að vinna það upp aftur og ekki hjálpaði að ég var á blæðingum því var ég enn orkulausari og járn minni. En það var ekki eina orsökin. Svarið var að ég var stödd á ákveðnum stað í tíðarhringnum. Ég var í tímabili sem oft kallast vetur.

Vetur er tímabilið þegar kona er á blæðingum. Vetur er tímabil sem lýsir sér þannig að kona getur upplifað meiri þörf til að hægja á lífinu og hvílast. Hún getur orðið meiri “introvert”. Hún getur upplifað meiri þörf til að stunda líkamsrækt sem gefur slökun og passa upp á að hlaða andlega og líkamlega heilsu.


Ég var einmitt á þessu tímabili og það lýsti sér á mjög öfgafullan hátt og það var það sem gerði það að verkum að ég snéri við. Áður fyrr hefði ég pínt mig áfram í ég vissi betur. Ég ákvað því í kjölfarið að passa enn betur upp á mig. Gaf mér tíma til að hlaða. Gaf mér tíma til að næra mig vel andlega og líkamlega.


Tveim vikum seinna fór ég í aðra fjallgöngu og í þetta sinn var fjallið stærra. Aftur var mikill mótvindur. Ég hélt ekki á litla drengnum en ég fann að ég upplifði mun meiri orku og mun meiri getu og ég fann að ég gat á svo auðveldan hátt. Hver var munurinn? Ég var enn að passa upp á járnið, ég var enn í sama líkamlega forminu en munurinn var sá að núna var ég stödd á öðru tímabili í tíðarhringnum. Eg var stödd í miðju sumri. Á þessu tímabili er orkan mest bæði andlega og líkamlega og við erum opnari fyrir ævintýrum. Mér leið ótrúlega vel líkamlega og hafði mikla orku. Fyrst til að taka plankakeppni um morguninn og svo til að fara í fjallgöngu.


Það er svo mikilvægt að við sem konur gerum okkur grein fyrir því hvernig tíðarhringurinn getur mótað líðan okkar. Það er svo mikilvægt að hlusta á líkamann og skilja hvað það er sem hann er að segja.Ég hefði getað játað mig sigraða eftir fyrri fjallgönguna og hugsað sem svo að ég væri ómöguleg, í lélegu formi og léleg fyrirmynd. En það var ekki það sem var í gangi. Sem betur fer hafði ég lært að svo var ekki og gat því gefið líkama mínum tækifæri til þess að endurhlaða sig.


Í vinnu minni sem Heilsumarkþjálfi hjálpa ég konum einmitt að breyta hugarfari sínu, auka sjálfstraust, einblína á nærandi mataræði, læra tímastjórnun, auka jafnvægi og einfaldara líf.


Í dag býð ég þér upp á 30 mínútna ókeypis einkaviðtal sem fer fram í gegnum síma eða á videófundi þar sem við förum yfir lífið þitt og skoðum hvort við getum unnið saman.


Smelltu hér til að bóka ókeypis viðtal!Ég hlakka til að heyra frá þér!

Kærleikskveðja,

Gunna Stella
© 2017 Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir