Search
  • Gunna Stella

Samfélagsmiðla "Detox"

Updated: Apr 7, 2018


Samfélagsmiðlar hafa stóran sess í lífi mínu. Ég tilheyri allskonar hópum á facebook, er með virka Instragram reikning. Ég hef oft fengið skrítna tilfinningu í magann þegar ég heyri "messanger" hljóð og veit að ég er komin með skilaboð. Oftar en ekki hef ég hætt að tala við manneskjuna sem er við hliðina á mér vegna þess að ég þarf "nauðsynlega" að svara manneskjunni sem sendi mér skilaboð. Ég hef oft flett óhóflega mikið í gegnum facebook og Instagram þar sem ég er heima hjá mér, er í röð í búðinni, er að bíða í bílnum (jafnvel á rauðu ljósi) o.sfrv. Samfélagsmiðlar skipa stóran sess í lífi mínu og eru frábærir að mörgu leiti. Það er hinsvegar ekki heilbrigt þegar þeir hafa of mikið vald yfir lífi manns.


Um daginn ákvað ég að taka mér 12 tíma pásu frá samfélagsmiðlum. Mér fannst það ekki auðvelt í fyrstu þar sem ég er vön að hafa mikil samskipti við fólk í gegnum samfélagsmiðla en mér fannst það frábær upplifun og er klárlega eitthvað sem ég mun gera oftar.


Ég hvet þig til þess að taka þér samfélagsmiðla "detox". Gott er að ákveða hvenær þú ætlar að byrja og hvenær þú ætlar að enda. Hver veit nema þetta verði til þess að þú takir upp símann og hringir á gamla mátann í einhvern vin eða kunningja og endir á að eiga frábært samfélag við vini þína í eigin persónu.


Þangað til næst


Gunna Stella

© 2017 Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir