Search
  • Gunna Stella

Súkkulaðikaka sem nærir líkamann

Updated: Mar 22, 2018

Ég elska að fá mér góða kökusneið með góðu kaffi eða dásamlegu te. Í vikunni skellti ég og dóttir mín í súkklaðiköku sem er laus við mjólk, hvítt hveiti og hvítan sykur. Hún er ákaflega einföld en afskaplega góð. Upphaflega fékk ég uppskriftina á vef Heilsumömmunnar ég hef aðeins breytt henni og nota öðruvísi krem en góð er hún engu að síður. Mæli með þeim vef sem hefur að geyma mikið úrval af góðum og hollum uppskriftum.


Skúffukaka sem nærir líkamann


700 ml spelt gróft spelt

200 ml kókospálmasykur

8 msk kakó

4 tsk vínsteinslyftiduft

1 tsk gott salt

4 egg

1 dós kókosmjólk

25 dropar vanillustevía

125 ml avacado olía eða kókosolía (brædd)


Öllu skellt saman í hrærivélaskál og blandað saman. Sett í smurða ofnskúffu og bakað í 20 mínútur við 180°.


Súkkulaðikrem sem nærir líkamann

50 ml Hlynsýróp

4 msk Kakó

2 msk hnetusmjör


Hægt er að hafa magnið eftir smekk í þessu kremi. Stundum set ég meira kakó eða meira hnetusmjör. Hnetusmjörið þykkir kremið. Hlynsýrópsmagn fer eftir smekk. Því meira hlynsýróp því sætara verður kremið.
Njótið vel!


Gunna Stella

© 2017 Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir