Search
  • Gunna Stella

Morgunverðarbollur

Þessar brauðbollur eru frábærar í til hafa í morgunmat. Ég geri þær stundum á morgnana um helgar ef við erum í stuði fyrir nýbakað brauð. Þær eru mjög einfaldar og mjög fljótlegar sem er mikill kostur.


Upphaflega fékk ég þessa uppskrift í bók sem heitir Eldað með Ebbu í Latabæ sem er ein af þeim matreiðslubókum sem hefur verið notuð mikið á mínu heimili. Þær henta líka mjög vel með lasagne, gúllassúpu eða hverju því sem þér dettur í hug.


Morgunverðarbollur


700 gr gróft spelt

6 tsk vínsteinslyftiduft

1 dós kókosmjólk

3 msk hreinn sítrónusafi


Öllu blandað saman í skál og hrært með skeið. Deigið á að verða klessulegt. Ef það er þurrt er gott að bæta heitu vatni út í það. Mér finnst best að bleyta hendurnar og taka smá bita úr skálinni og móta bollur. Þá verða hendurnar ekki klístraðar og bollurnar mótast betur.


Ég set graskers- eða sólblómafræ ofan á bollurnar áður en ég baka þær.


Ef ég geri þessar bollur að morgni, t.d um helgar set ég út í þær 2 msk af lífrænu hunangi.


Athugið að börn undir eins árs aldri mega ekki fá hunang.


Bakað á blæstri við 180° í 10 mínútur. Fer eftir ofni.

© 2017 Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir