Search
  • Gunna Stella

Minimaliskur mars 2018

Updated: Apr 7, 2018

Fyrir ári síðan ákvað ég að vera með árskorun á facebook sem ég kallaði minimaliskur mars 2017. Þetta var mjög skemmtileg áskorun sem margir tóku þátt í. Eflaust halda margir að áskorunin hafi einungis snúist um það að fjarlægja hluti af heimilinu sínu sem hinsvegar snérist hún líka um það að njóta hversdagsleikans, sinna áhugamálum og einfalda lífið almennt í kringum sig. Í ár ákvað ég að skella í aðra áskorun sem heitir því frumlega nafni Minimaliskur mars 2018. Ég er ótrúlega ánægð með góðar viðtökur og hversu margir hafa bæst í hópinn. Markmið þessa mánaðar er að leyfa þeim sem taka þátt að finna nasaþefinn af því hvernig það er þegar við látum það sem skiptir okkur mestu máli hafa forgang en fjarlægja úr lífi okkar það sem vinnur gegn því. Ég mun setja verkefnin fyrir mánuðinn inn daglega inn á facebook hópinn og hvetja alla þátttakendur til þess að láta vita þegar þeir hafa lokið sínu verkefni. Þeir sem eru virkir í því að setja inn myndir og ummæli eiga möguleika á því að vinna aðgang á netnámskeiðið “Einfaldara líf - Betra líf” sem hefst þann 3 apríl. En það verður nánar auglýst síðar.


Þangað til næsta


Gunna Stella

© 2017 Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir