Search
  • Gunna Stella

Klikkuð karamellukaka

Updated: Apr 7, 2018

Dóttir mín hún Lýdía Líf (14 ára) er mjög dugleg að baka. Einstaka sinnum þegar von er á gestum þá skellir hún í klikkaða karamelluköku sem flestir ELSKA! Kakan klikkaði ekki í dag frekar en áður og var borðuð upp til agna í góðra vina hópi í dag. Það sem er svo dásamlegt við þessa köku er að hún inniheldur ekki hvítan sykur eða hvítt hveiti en er samt rosalega góð og einföld.


Klikkuð karamellukaka


400 gr döðlur

4 msk kókospálmasykur

4 egg

150 gr kókosolía

160 gr gróft spelt

2/3 tsk kanill

4 tsk vínsteinslyftiduft


Leggið döðlurnar í pott og setjið vatn yfir þær (þannig að það fljóti yfir). Sjóðið í 3 mínútur. Leggið síðan til hliðar og látið kólna örlítið. Maukið saman döðlurnar og vatnið með töfrasprota og setjið því næst kókosolíuna út í (þar bráðnar hún og blandast vel við döðlumaukið).Hrærið eggin og kókospálmasykurinn vel saman. Blandið því næst öllu saman í skál og endið á því að setja döðlumaukið saman við.


Setjið í 2 hringlaga form (26 cm) og bakið á blæstri við 180°í 30 mínútur.

Karamellusósa


3 msk kókospálmasykur

2 msk hlynsýróp

80 gr smjör

15 dropar karamellustevía

5 dropar vanillustevía

40 ml rjómi


Bræðið smjörið og setjið hlynsýróp út í og því næst kókospálmasykur og stevíu. Látið sjóða. Látið sjóða áfram við lágan hita og bætið rjóma út í. Hrærið í karamellunni þangað til hún fer að þykkna. Kælið karamelluna áður en hún er sett yfir kökuna. Gott er að setja smá karamellu á milli laga og láta hana síðan leka vel yfir kökuna.


Njótið vel!
Kærleikskveðja,


Gunna Stella

© 2017 Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir