Search
  • Gunna Stella

Jóladagatal Einfaldara lífs


Í mörg ár hef ég útbúið jóladagatal fyrir okkur fjölskylduna.


Ég og vinkona mín, hún Dagbjört höfum deilt hugmyndum með hvor annarri sem við höfum safnað saman á exel skjali í nokkur ár.  Með árunum hefur bæst í barnahópinn hjá okkur báðum og börnin hafa stækkað og alltaf hafa þau jafn gaman af.


Í ár ákvað ég að taka þessa hefð skrefinu lengra, gera dagatalið á tölvutæku formi og deila því með fleiri einstaklingum í þeirri von að þetta muni hjálpa þér og þinni fjölskyldu að gera aðventuna einfaldari og eftirminnilegri.


Ég vona að þessi dásamlega jólahefð eigi eftir að blessa fjölskylduna þína jafn mikið og hún hefur blessað mína.Til að nálgast jóladagatalið, leiðbeiningarnar og hugmyndalistann smelltu þá hér.


Kærleikskveðja,

Gunna Stella

© 2017 Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir