Search
  • Gunna Stella

Heilsueflandi ferð á Tenerife

Í byrjun október 2018 tók ég stóra ákvörðun. Ég ákvað að láta draum minn rætast. Mig hafði dreymt lengi um að fara með hóp kvenna í heilsueflandi ferð til Tenerife. Í október tók ég ákvörðunina um að láta verða af því. Pantaði allt sem til þurfti og byrjaði að auglýsa ferðina. Það koma mér skemmtilega á óvart að ferðin varð uppbókuð á innan við mánuði. Þegar leið að jólum var ein kona sem forfallaðist en það sæti var fljótt að fyllast. Það var greinilega eftirspurn eftir ferðum sem þessari. Ferðin sjálf var hreint út sagt dásamleg. Hópurinn var frábær. Konur allsstaðar af landinu. Sumar þekktust, aðrar þekktust ekki en það myndaðist yndisleg stemming í hópnum. Á hverjum degi byrjuðum við daginn á góðum og nærandi morgunverði og tókum svo tíma fyrir sjálfrækt. Vikan samanstóð af nærandi hugarverkefnum, nærandi mat, hreyfingu og góðu samfélagi.


Ég vil ekki ljóstra of miklu upp en ég læt umsagnirnar nokkurra kvenna úr ferðinni fylgja."Yndisleg ferð, nærandi fyrir anda, sál og líkama. Dagskráin er vel skipulögð, en ekki það þétt að ekki gefist tími til að njóta og slaka á í sólinni. Efnið er uppbyggilegt og hjálpaði mér að átta mig á ýmsu í lífi minu sem hefur hamlað hamingju og hugarró. "

Alda Björg"Yndisleg ferð í alla staði."

Bergljót


"Fràbær ferð ❤"

Svava


"Ferðin var dásamleg. Hópurinn var einstaklega samheldinn og fararstjórinn frábær. Ferðin stóðst væntingar og rúmlega það."

Jóhanna


"Þessi ferð stóðst allar mínar væntingar og svo miklu meira en það. Skipulagið var mjög gott í alla staði með mjög miklum sveigjanleika þó, Gunna Stella var ótrúlega fær að lesa hópinn og aðlaga eftir hvað hentaði honum best. Lausnar miðuð og yfirveguð með eindæmum. Það var ekkert smá æðislegt að kynnast konum á öllum aldri og allstaðar af landinu, búa með þeim og deila reynslu, hlátri og gleði. Hugar-vinnann var æðisleg og svo ótrúlega passlega mikil/mörg innlegg frá Gunnu Stellu fyrir okkur að vinna. Maturinn var æðislegur í alla staði. Gangan í Masca alveg frábær, Dagurinn í Siam Park var geggjaður og allar gönguferðirnar, ströndin og samveran alveg yndislegt. Það er svo ótrúlega gaman hvað myndaðist góður mórall strax í hópnum og við sóttum í að vera saman. Mér finnst ég hafa grætt svo ótrúlega margt í þessari ferð og kom heim afslöppuð, full þakklætis og jákvæðni <3"

SóleyKærleikskveðja,


Gunna Stella© 2017 Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir