Search
  • Gunna Stella

Hefur líðan þín áhrif á það hvernig þú borðar?


Hefur þú einhverntímann borðað heilan snakkpoka, kexpakka eða borðað AÐEINS meira af kökunni en þú ætlaðir? Hefurðu einhverntíman gúffað í þig svo mikið af pizzu að þér varð illt í maganum? Hefurðu einhverntíman drukkið meira af kaffi eða víni en líkaminn þinn þoldi þann daginn?
Manstu hvernig þér leið á þeim tímapunkti?

Ástæðan fyrir því að ég spyr er sú að við borðum oft mikið vegna þess að maturinn sefar tilfinningar sem við erum að glíma við. Hefurðu tekið eftir því að stundum þegar þú borðar yfir þig þá ertu jafnvel ekki svöng/svangur! Þú ert kannski bara einmanna. Eða reið/ur. Eða sorgmædd/ur. Eða pirruð/pirraður. Eða eitthvað allt annað?

Hvernig líður þér? Hvaða tilfininngar ertu að kæfa?Fyrirgefning

Væri ekki frábært ef þú gætir tekist á við þessar erfiðu tilfinningar? Besta leiðin er fyrirgefning.

Fyrirgefning er ekki auðveld. Ef þú leyfir fortíðardraugum, fortíðarsársauka að móta það hvernig heilsa þín er í dag þá hvet ég þig til þess að fyrirgefa. GEFA fyrirgefninguna.

Nokkur skref sem geta hjálpað:

  • Talaðu við vin/vinkonu eða einhvern sem þú treystir um tilfinningar þínar og löngun þína til að fyrirgefa. Það að tala við aðra sem hlusta getur hjálpað mjög mikið.

  • Skrifaðu bréf til þess sem þú vilt fyrirgefa án þess að dæma viðkomandi. Þú getur valið að senda bréfið eða ekki.

  • Horfðu á kringumstæðurnar frá sjónarhorni hins aðilans. Þitt sjónarmið gæti breyst við það.

  • Ekki gleyma að fyrirgefa þér! Oft á tíðum erum við sjálfum okkur verst.

  • Gerðu þér grein fyrir því að þú ert ábyrg/ur fyrir þínum eigin viðbröðum og viðhorfi. Ekki láta sársauka og biturð halda þér frá því að upplifa gleði og frelsi.


Prófaðu að fyrirgefa og taktu eftir því hvað samband þitt við mat mun verða einfaldara og betra.


Ég geri mér grein fyrir því að þetta er ekki alltaf auðvelt og það getur verið nauðsynlegt að skoða hlutina frá ýmsum sjónarhornum. Ef þú vilt upplifa betri andlega og líkamlega líðan. Þá hvet ég þig til að hafa samband. Ég býð upp á ókeypis 30 mínútna Heilsufarsviðtal þar sem við förum yfir þína sögu. Þú getur bókað það hér.


Taktu fyrsta skrefið í átt að betri heilsu í dag. Ég hlakka til að heyra í þér.Kærleikskveðja,

Gunna Stella

IIN Heilsumarkþjálfi

B.Ed

© 2017 Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir