Search
  • Gunna Stella

Ferðalög

Updated: Mar 22, 2018

Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að ferðast. Ég elska að ferðast með fjölskyldu og vinum og skapa góðar minningar. Ferðalög er eitthvað sem við höfum alltaf sett í forgang. Við leggjum til hliðar pening til þess að geta ferðast og erum dugleg að leita uppi tilboð. WOW air er í uppáhaldi þessa dagana því þeir eru mjög duglegir að koma með tilboð sem gera 6 manna fjölskyldu kleift að heimsækja fjarræn lönd. Við höfum nýtt okkur húsaskipti, heimsótt vini, verið á hótelum og íbúðum. Okkur finnst afskapalega gaman að heimsækja heit lönd þar sem allt verður svo miklu einfaldara í hitanum. Minni þvottur að þvo, við getum verið meira úti og fengið D vítamín úr sólinni og súrefni beint í æð. Í vikunni las ég grein um það hvernig ferðlög vekja gleði löngu frá því að ferðalaginu er lokið. Ég er því sammála. Oft á dag rifja ég upp ferð sem við fórum í til Tenerife fyrir ári síðan með börnin okkar. Sú ferð var ákveðin með 2 vikna fyrirvara og stóð í 10 daga. Þetta var yndislegur og mjög einfaldur fjölskyldutími. Við skoðuðum fallega náttúru, nutum þess að vera í sólinni, börnin busluðu í sundlauginni og við drukkum gott kaffi og borðuðum góðan og nærandi mat. Ég mæli með því að skapa minningar á þennan hátt. Það þarf ekki að fljúga í annað land. Útilega að sumri til eða sumarbústaðaferð að vetri til. Börnin þrá samveru með foreldrum sínum og það ættum við að vera duglegri að veita þeim.


Ég læt greinina fylgja með!


https://www.mother.ly/news/want-to-make-your-family-happier-go-on-vacation-says-study


Þangað til næst....


Gunna Stella© 2017 Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir