Search
  • Gunna Stella

Föstudagspizzan

Það er orðin margra ára hefð í fjölskyldunni okkar að borða pizzu á föstudagskvöldum. Í mörg ár hef ég notað uppskrift af pizzabotni sem ég fékk frá vinkonu minni hennar Anne-Helen. Ég hef aðeins breytt henni með árunum en grunnurinn er sá sami. Ég geri yfirleitt þrjá botna. Bý til eitt hvítalauksbrauð og tvær pizzur. Það er mjög misjafnt hvað börnin vilja á pizzuna. Yfirleitt erum við með margarita og grænmetispizzu og grænt salat með og hellum svo smá avacado- eða olífuolíu yfir. Það er mjög misjafnt hvernig pizzu börnin velja en hvítlauksbrauðið er mjög vinsælt. Ég læt hér fylgja uppskrift af botninum og nokkrar myndir frá því ég bakaði pizzu á föstudaginn var.


Pizzabotn

4,5 dl vatn

3 tsk vínsteinslyftiduft

2 msk kókoshveiti (þarf ekki en gefur gott brag)

Salt eftir smekkGróft spelt eða fínt spelt sett út í vatnið og hrært með matskeið þangað til deigið er orðið þykkt og hægt að hnoða það.


Deiginu skipt í þrjá búta og hver einn flattur út og settur á ofnplötu.
Sósa sett á botnana og álegg eftir smekk.

Bakað í ofni við 180°þangað til osturinn er vel bakaður.Hvítlauksbrauð

Ostur settur á pizzabotn. Mér finnst rifinn heimilisostur bestur. Ég saxa hvítlauk í matvinnsluvél og set síðan smá olíu út í og hræri með tsk.


Set síðan 4 tsk af hvítlauksolíunni á ostinn og blanda vel við hann. Síðan er gott að setja smá sjávarsalt yfir. Bakist við 180° þar til osturinn er orðin vel bakaður.
© 2017 Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir