Search
  • Gunna Stella

Er hægt að einfalda lífið?

Fyrir nokkrum árum fóru við hjónin með börnin okkar fjögur í ferðalag til Flórída. Yngsta barnið okkar var nokkra mánaða og ég var frekar stressuð yfir því að fara í langt ferðalag með svona mörg börn. Mér finnst reyndar hlægilegt til þess að hugsa í dag í ljósi þess að við erum nýkomin frá Ástralíu með alla fjölskylduna. En maður slípast til með árunum og lífið verður einfaldara í huganum. Á þessu ferðalagi okkar til Flórída höfðum við húsaskipti og dvöldum í dásamlegu húsi í fallegu hverfi rétt fyrir utan Orlando. Á meðan við dvöldum þar tók ég eftir því hversu auðvelt var að halda húsinu hreinu og  að laga til. Lítið var um skrautmuni í húsinu og enginn óþarfi. Húsið var samt sem áður mjög fallegt og innréttað á fallegan hátt. Börnin voru með passlegt magn af leikföngum og allir með nokkur sett af fötum.

Þetta var afskaplega ljúft og þægilegt frí.  Á þessum tíma var ég nýlega byrjuð á vegferð minni í átt að einfaldara lífi og var því meira vakandi en ella yfir því hvernig mér leið, hvernig húsið var og hvað hafði áhrif á líðan okkar.  Þegar heim var komið hugsaði ég oft um húsið í í Flórída og mig langaði til þess að heimilið okkar yrði eins og það heimili þ.e einfaldara! Ég byrjaði því markvisst að einfalda heimilið, lífið og dagskrána meira og meira.


En er ekki flókið að byrja að einfalda? Nei, alls ekki.10:7

Gefðu þér 10 mínútur á dag í eina viku til að fara um heimilið þitt, horfa á hlutina í kringum þig og spyrja sjálfa þig eftirfarandi spurningar: Þarf ég á þessu að halda? Ef svarið er nei, settu það þá í kassa og farðu með það á næsta Nytjamarkað.

Þetta einfalda atriði mun hjálpa þér að byrja og koma þér vel af stað. Þ Þú munt finna mun þegar þú losar þig við hlutina í stað þess að endurraða þeim.

Ég þrái að hafa heimilið mitt einfalt vegna þess að það gefur mér meiri tíma með börnunum mínum, gefur mér meira svigrúm til þess að sinna áhugamálum mínum og það gefur mér meiri ró.Það eru til ýmsar góðar aðferðir til þess að einfalda heimilið og það er ferli Þess vegna ákvað ég að deila af reynslu minna og einfalda málið fyrir aðra sem vilja hefja þessa vegferð. Þess vegna samdi ég námskeiðið Einfaldara líf - Betra líf.Þetta námskeið leiðir þig skref fyrir skref í átt að einfaldara lífi. Einn af kostunum við þetta námskeið er að þú getur hafist handa strax í dag, hlustað á þínum hraða og unnið verkefnin eftir þinni hentisemi.

En þú nærð ekki árangri nema að þú byrjir. Þess vegna hvet þig til þess að taka skrefið í dag í átt að einfaldara lífi. 


Smelltu hér til þess að hefjast handa! 


Þangað til næst ....

Gunna Stella© 2017 Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir