Search
  • Gunna Stella

Er einfaldara líf vísir á langlífi?

Pistillinn hér fyrir neðan varð að frétt á Smartland í vikunni. Þú getur lesið hana með því að smella hér!


Fyrir nokkru síðan heyrði ég frábæran fyrirlestur með Dan Buettner sem bar yfirskriftina "Blue Zones" eða "Blá svæði". Síðan meir las ég bækurnar hans og var mjög hrifin af því sem hann hafði skrifað. Eftir margra ára rannsóknir á vegum National Geographic og hans sjálfs (Dan Buettner), hefur verið sýnt fram á að í heiminum eru a.m.k. 5 svæði (svokölluð blá svæði) sem hafa að geyma vísbendingar um það hvernig hægt er að lifa lengra og betra lífi. Þessi bláu svæði eru á eftirfarandi stöðum:

Sardinía á Ítalíu

Ikaría á Grikklandi

Nicoya Peninsula á Kosta Ríka

Aðventistar í Loma Linda í Kaliforníu

Okinawa í Japan


Fyrrgreindar rannsóknir hafa sýnt að það eru 9 atriði sem einkenna lífsstíl þessara hópa.


Það hreyfir sig: Við erum ekki að tala um  kraftlyftingar og maraþon heldur styður lífsstíll þeirra hreyfingu t.d. með því að ganga mikið. Þeir eru ekki háðir tækjum og vélum heldur nota þeir líkama sinn til vinnu t.d með því að rækta garða ofl. 

Það hefur tilgang: Það hefur eitthvað að stefna að og hefur ástæðu til að vakna á morgnana.Það dregur sig í hlé (afstresssar sig): T.d með bæn, með því að hvíldardag og leggja sig jafnvel yfir miðjan daginn.

Það heldur 80% regluna: Þau hætta að borða áður en þau verða pakksödd og borða minna eftir því sem líður á daginn.

Það borðar plöntumiðaða fæðu. Kjöt einstaka sinnum.Það tilheyrir trúarsamfélagi: Samkvæmt rannsókninni getur það að sækja trúarsamfélag 4x í mánuði lengt lífið að meðaltali um 4-14 ár.

Það drekkur vel valið vín í hófi: (Aðventistar í Loma Linda eru undantekning frá þessari reglu):  En það drekkur vín í hópi vina eða með mat og drekkur sig ekki drukkið.

Það setur fjölskylduna sína í fyrirrúm: Það sinnir maka sínum, börnum og ættingjum vel. Börn umgangast eldra fólk og eldra fólk umgengst börn.

Það á nána vini: Vini sem það getur opnað hjarta sitt fyrir og hittir þá reglulega.Ég man hvað mér fannst þetta áhugavert og bjó því til fyrirlestra og hélt námskeið um þetta efni. Nýlega komu síðan út íslenskir sjónvarpsþættir um þessi Bláu svæði, sem eru frábærir. Þeir útskýra vel og vandlega hvað einkennir þessa hópa og útskýra vel hvað er hægt að gera til þess að stuðla að betri heilsu.  Það sem einkennir alla þessa einstaklinga og öll þessi svæði er að fólk lifir Einföldu lífi. Það lætur ekki hraðann yfirtaka líf sitt, það nýtur þess að vera með fólkinu sínu, gefur náunganum athygli, borðar einfalt en næringarríkt fæði og lifir í núinu.


Bronnie Ware, ástralskur hjúkrunarfræðingur vann í nokkur ár við það að hugsa um fólk síðustu 12 vikur lífs þess. Mjög reglulega spurði hún fólkið hvort það hefði einhverja eftirsjá eða hvort það hefði gert eitthvað öðruvísi. Bronnie talaði um að fólk hefði mjög oft haftskýra sýn á það hvernig það hefði svo gjarnan viljað hafa líf sitt og það var reglulega sama þema sem kom upp hjá ólíku fólki. 

Að lokum skrifaði hún bókina “The Top Five Regrets of the Dying.” (Fimm algengustu eftirsjár við dauðadag). 

Þær eru: 

Ég vildi óska að ég hefði haft hugrekki til að lifa lífi þar sem ég var samkvæmur sjálfum mér, ekki því sem aðrir ætluðust til af mér.

Ég vildi að ég hefði ekki unnið svona mikið. 

Ég vildi að ég hefði haft hugrekki til að tjá tilfinningar mínar. 

Ég vildi að ég hefði haft meira samband við vini mína. Ég vildi að ég hefði leyft mér að vera hamingjusamur. 


Í venjulegu nútímasamfélagi er mikill hraði. Fólk sinnir vinnu. Börnin eru í skóla, leikskóla og tómstundum og fjölskyldan eyðir oft minni tíma saman og meiri tíma í sundur. Foreldrar eru uppfullir af samviskubiti og kaupa börnin sín glöð. Fyrir nokkrum árum var í Bandaríkjunum um 1 milljón dollara eytt í auglýsingar árlega sem áttu að ná til barna. Í dag er þessi upphæð 17 milljarðar dollara. Af hverju ætli þessi auglýsingaiðnaður nái til barna? Jú eflaust vegna þess að þau nota snjalltæki mikið og horfa mikið á sjónvarpið.

Hverju munum við sjá eftir þegar kemur að lok ævinnar? Munum við sjá eftir að hafa ekki keypt meira á útsölum? Munum við sjá eftir að hafa ekki átt fleiri skópör eða stærri fataskáp?


Mun ég sjá eftir að hafa ekki keypt nýjasta Iphone-inn handa börnunum mínum? 

Nei! Það sem fólk sér einna helst eftir er að hafa ekki átt tíma með fjölskyldu og vinum. Það er svo margt sem við getum lært af Bláu svæðunum.


Við getum lært að leggja flýtiveikina til hliðar, við getum lært að einfalda lífið, við getum lært að njóta hverrar stundar, við getum lært að stunda hvíld, við getum lært að gleðjast og vera þakklát.


Viltu minnka hraðann og einfalda lífið? Skráðu þig þá á endilega á námskeiðið Hægjum á, einföldum lífið sem verður í húsnæði Lausnarinnar þriðjudaginn 11. Febrúar kl. 18-21. Námskeiðið er ein kvöldstund og þar mun ég týna upp úr pokanum góð verkfæri sem hægt er að nýta sér til þess að minnka hraðann og einfalda lífið. 


Miðsala fer fram á Tix. Smelltu hér til að nálgast miða. 


Kærleikskveðja, 

Gunna Stella 


Þú getur fylgst með mér á samfélagsmiðlum með því að smella hér


© 2017 Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir