Search
  • Gunna Stella

Betra Líf - Betri Þú. Nýtt 8 vikna netnámskeið


Í september hefst námskeiðið Betra Líf - Betri Þú.


Þetta 8 vikna námskeið mun hjálpa þér að bæta heilsu þína og vellíðan ásamt því að hjálpa þér að læra að  taka heilbrigðar og skynsamlegar ákvarðanir til að ná markmiðum þínum og gera viðeigandi breytingar án öfga.

Á námskeiðinu færð þú aðgang að lokuðum Facebook hóp þar sem ég mun kenna “live” einu sinni í viku. Kennslan verður svo áfram aðgengileg inn á hópnum eftir útsendingu. Hver þátttakandi fær einnig eitt einstaklingsviðtal á mánuði sem fram fer í gegnum samskiptaforritið Zoom. Í hverri viku mun ég taka fyrir mismunandi þema. Markmið námskeiðsins er að hjálpa þér að finna leiðir til þess að upplifa betri andlega og líkamlega líðan.


1. vika: Lífshjólið. Hvernig getur það hjálpað mér. Einstaklingsviðtöl fara fram. 

2. vika: Næringarríkur matur og 80/20% reglan.

3. vika: Svefn og áhrif hans á andlega líðan

4. vika: Áhrif ótta og kvíða á lífið. Hvernig get ég látið ótta hætta að stjórna lífi mínu. 

5. vika: Þakklæti. Hvað er nýtt og gott? Einstaklingsviðtöl fara fram. 

6. vika: Hreyfing og áhrif hennar á andlega og líkamlega líðan.

7. vika: Slökun og mikilvægi sjálfræktar. 

8. vika: Hvernig get ég haldið áfram? Markmiðssetning. 


Nánari upplýsingar um námskeiði má finna hér.Laugardaginn 25 ágúst næstkomandi hefst Ókeypis 7 daga lífsstílsbreyting - Hleðsla fyrir Heilsuna. Einn virkur þátttakandi í þeim hópi eiga möguleika á að vinna sér inn pláss á námskeiðið Betra Líf - Betri Þú. Það er því til mikils að vinna! Ef þú vilt taka þátt í þeirri áskorun smelltu þá hér!


Ég hlakka til að sjá þig þar!


Heilsukveðja,

Gunna Stella

IIN Heilsumarkþjálfi

© 2017 Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir