Search
  • Gunna Stella

Að ferðast létt

Síðastliðna helgi fór ég ásamt dóttur minni til London á ráðstefnu sem heitir Hillsong Colour sem var haldin á Wembley Arena. Við hittum systur mína þar og áttum frábæra daga með henni. Ég ákvað nokkru áður en við fórum að ég myndi taka með mér lítinn farangur. Við mæðgur tókum sitthvorn bakpokann, hún með sitt dót og ég með mitt. Ég átti ekki neinn góðan bakpoka svo vinkona mín lánaði mér einn mjög þægilegan.Við lögðum bílnum á langtímastæði við flugvöllinn og vorum í 10 mínútur frá bílastæðinu og inn í fríhöfn. Góð byrjun á ferðalagi ekki satt!Kostir við að ferðast með handfarangur

  • Ódýrara flugfar (t.d hjá WOW air og Icelandair)

  • Þarft ekki að bíða í röð til að bóka þig inn eða til að skila af þér farangri

  • Þarft ekki að bíða eftir því að taskan þín komi á færibandi

  • Þarft ekki að hafa áhyggjur af því að flugfélagið týni töskunni þinni

  • Auðveldara að ferðast með almenningssamgöngum þegar komið er erlendis

  • Auðveldar að taka upp úr tösku og ganga frá eftir að heim er komið

  • Færri föt = Einfaldara líf = Minna stress


London er dásamleg borg og ekki skemmdi það fyrir hvað veðrið var gott. Við flugum út með Easy Jet. Þeir bjóða oft upp á mjög hagstæða flugmiða (stór handfarangurstösku fylgir frítt með). Ég bókaði flugmiðann fyrir okkur í desember og borgaði heilar 12.644 krónur fyrir okkur báðar fram og til baka. Það var mjög fínt að fljúga með þeim. Góð þjónusta um borð og frábært app sem þeir bjóða upp á að maður geti hlaðið niður. Í þessu appi gat ég tékkað okkur inn, geymt brottfararspjöldin og svo komu tilkynningar um hvaða hliði brottför yrði frá. Algjör snilld.Við heimsóttum Elísabetu vinkonu okkar í Buckingham Palace (mér líður eins og ég þekki hana eftir að hafa horft á Crown á Netflix). Hún átti afmæli daginn eftir að við tókum þessa mynd, tveim dögum seinna var svo London Maraþonið (,,gleymdum" að skrá okkur) og þrem dögum seinna fæddist lítill prins í London.


Það var allt að gerast þessa helgi.Þangað til næst,


Gunna Stella

Ferðalangur.....og fyrir ykkur sem eruð að spá í hvort þetta hafi í raun og veru verið nóg af fötum. Svarið er einfalt!


JÁ!


Ég notaði ekki einu sinni allt :)© 2017 Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir