Search
  • Gunna Stella

9 skref í átt að langlífi

Fyrir nokkru síðan heyrði ég frábæran fyrirlestur með Dan Buettner sem bar yfirskriftina "Blue Zones" eða "Blá svæði". Margra ára rannsóknir á vegum National Geographic og blaðamannsins Dan Buettner, hafa sýnt fram á að í heiminum eru 5 svæði (svokölluð blá svæði) sem hafa að geyma vísbendingar um það hvernig hægt er að lifa lengra og betra lífi. Þessi bláu svæði eru á eftirfarandi stöðum:


Sardinía á Ítalíu

Ikaría á Grikklandi

Nicoya Peninsula á Kosta Ríka

Aðventistar í Kaliforníu

Okinawa í Japan


Á þessum svæðum býr fólk sem lifir vel og lengiRannsóknir hafa sýnt að það eru 9 atriði sem einkenna lífsstíl þessara hópa.

  1. Það hreyfir sig: Við erum ekki að tala um lyftingar og maraþon heldur styður lífsstíll þeirra hreyfingu t.d. með því að ganga mikið. Þeir eru ekki háðir tækjum og vélum heldur nota þeir líkama sinn til vinnu t.d með því að rækta garða ofl.

  2. Það hefur tilgang: Það hefur eitthvað að stefna að og hefur ástæðu til að vakna á morgnana.

  3. Það dregur sig í hlé (afstresssar sig): T.d með bæn. Virðir hvíldardag og leggur sig jafnvel yfir miðjan daginn.

  4. Það heldur 80% regluna: Þau hætta að borða áður en þau verða pakksödd og borða minna eftir því sem líður á daginn.

  5. Það borðar plöntumiðaða fæðu. Kjöt einstaka sinnum.

  6. Það tilheyrir trúarsamfélagi: Samkvæmt rannsóknni getur það að sækja trúarsamfélag 4x í mánuði lengt lífið að meðaltali um 4-14 ár.

  7. Það drekkur vel valið vín í hófi (aðventistar eru undantekning frá þessari reglu): En það drekkur vín í hópi vina eða með mat og drekkur sig ekki drukkið.

  8. Það setur fjölskylduna sína í fyrirrúm: Það sinnir maka sínum, börnum og ættingjum vel. Börn umgangast eldra fólk og eldra fólk umgengst börn.

  9. Það á nána vini: Vini sem það getur opnað hjarta sitt fyrir og hittir þá reglulega.


Í þessum atriðum sé ég vaxtartækifæri og þrái að tileinka mér þessi atriði betur (nema kannski þetta með vínið). Já ég veit! Ég er þrjósk og vil ekki drekka vín en Kombucha er ég til í að drekka í hópi vina og með mat.


Heilsukveðja,


Gunna Stella

© 2017 Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir