Search
  • Gunna Stella

Ókeypis Tímastjórnunarvinnubók

Updated: Aug 23, 2018

Margir fagna rútínu sem hefst aftur að hausti. Haustið er fallegur tími. Litríkur, ferskur og yndislegur á svo margan hátt. Mér finnst tíminn líða hratt og fyrr en varir er árið liðið. Dagarnir líða hratt og oftar en ekki hef ég ekki náð að gera það sem ég veit að hleður heilsuna mína andlega og líkamlega. Eftir tæpar tvær vikur fer ég af stað með ókeypis áskorun sem ég hef valið að kalla 7 daga lífsstílsbreyting - Hleðsla fyrir heilsuna. Ég veit að margir sem hafa skráð sig í þess áskorun eru spenntir og því hef ég ákveðið að taka forskot á sæluna og gefa þér möguleika á að hlaða niður ókeypis Tímastjórnunarvinnubók.


Smelltu hér, fylltu út nafn og netfang og þú munt fá vinnubókina senda á netfangið þitt innan skamms, horfðu síðan á þetta myndband. Komdu þér síðan vel fyrir með kaffibolla eða tebolla og penna í hönd OG veldu það að taka stjórn yfir tíma þínum, verkefnum þínum og lífi þínu svo þú getir litið til baka þegar árið er liðið og séð að þú forgangsraðaðir rétt.


Kærleikskveðja,


Gunna Stella

IIN Heilsumarkþjálfi

Einfaldara Líf - Heilsumarkþjálfun© 2017 Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir