Search
  • Gunna Stella

Ég gekk á vegg


Fyrir 13 árum síðan vaknaði ég um miðja nótt með með stóran hnút í maganum. Ég hafði alltaf reynt að gera mitt besta. Standa mig vel í skóla. Standa mig vel sem dóttir. Standa mig vel sem systir. Standa mig vel sem eiginkona. Standa mig vel sem móðir. En mitt í þessu gleymdi ég sjálfri mér. Ég gleymdi að taka mér tíma til þess að rækta sjálfa mig. Ég gleymdi að gera ráð fyrir því að hlaða heilsuna mína andlega og líkamlega.


Á þessari stundu uppgötvaði ég að ég varð að gefa mér tíma til þess að rækta sjálfa mig til þess að ég gæti verið betur til staðar fyrir fólkið í kringum mig. Ég var rétt eins og aðrir einstaklingar. Til þess að geta gefið af mér þurfti ég að hafa fulla hleðslu andlega. Ég fór að stunda sjálfrækt. Fór á fundi í Al-Anon samtökunum, sótti bænastundir og fór í kirkju.


Þannig hefst mín saga. Á þessari stundu gerði ég mér grein fyrir því að ég varð að hafa hleðslu á mínum tanki til þess að geta gefið af mér. Ég er svo þakklát fyrir að hafa gengið á þennan vegg. Því í kjölfarið eignaðist dóttir mín betri mömmu og maðurinn minn betri eiginkonu. Ég varð sáttari í eigin skinni og upplifði sannan frið innra með mér.


Lífið varð ekki dans á rósum í kjölfarið en ég varð meira tilbúin. Ég varð tilbúin til takast á við óttan í lífi mínu. Ég var tilbúin til að takast á við vonbrigði og sorg og ennþá meira tilbúin til að taka á móti gleðinni þegar smám saman bættist í barnahópinn okkar.


Ég er svo þakklát fyrir þá vegferð sem ég hef fengið að ganga því það hefur gert mig að þeirra konu sem ég er í dag. Það hefur gert mig að þeirra móður sem ég er í dag og það hefur gert mig að þeirri eiginkonu sem ég er í dag.


Þessi vegferð mín hefur leitt mig á þann stað sem ég er í dag. Hún hefur leitt mig til þess að fara úr grunnskólakennslu yfir í Heilsumarkþjálfun til þess að vera til staðar fyrir konur sem þurfa að læra að hlaða tankinn sinn.


Þess vegna byraði ég með hópþjálfunina Góða mamma.Ég veit að mömmur þurfa á því að halda að hlaða tankinn sinn. Ef þú vilt vera með þá hvet ég þig til þess að bregðast hratt við því hámarksfjöldinn er 10.

Kærleikskveðja,

Gunna Stella

IIN Heilsumarkþjálfi

Einfaldara líf - Heilsumarkþjálfun© 2017 Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir