Search
  • Gunna Stella

Æ, það tókst ekki, en...

Updated: Jan 6, 2019


Gleðilegt ár 2019.


Í upphafi árs finnst mér afar gott að setjast niður og setja mér markmið fyrir árið sem framundan er. Ég gef mér tíma til að hugleiða, hugsa og biðja og skrifa niður orð sem ég vil einblína á á komandi ári. Ég set mér markmið fyrir árið sem er að koma og reyni að hafa þau mælanleg, sanngjörn en samt þannig að þau teygi aðeins á mér. Það er afar gaman að skrifa markmið hvers árs niður og líta til baka þegar árið er liðið og sjá hvað tókst vel og hvað tókst ekki eins vel.


Í upphafi síðasta árs setti ég mér nokkur einföld og mælanleg markmið. Ég náði flestum þeirra en ekki öllum. Það að ég hafi ekki náð öllum markmiðunum er það ekki eitthvað sem ég vel að einblína á heldur vel ég að fagna því sem ég náði og gerði vel. Eitt af þeim markmiðum sem ég hafði sett mér fyrir árið 2018 var að fara oftar á stefnumót með manninum mínum. Það tókst því miður eins oft og við höfðum ætlað en maðurinn minn náði samt þessari mynd af mér í lok árs þar sem við sátum saman á kaffihúsi á sjálfum Laugaveginum og nutum þess virkilega að vera tvö ein og börnin í öruggum höndum hjá systur minni sem kom alla leið frá Svíþjóð til að passa fyrir okkur ;)


Orð ársins

Orðið sem ég valdi að fókusa á árið 2018 var orðið vinátta. Það var mjög merkilegt orð að hafa í huga því ég vildi gjarnan vaxa í vináttu við fólkið í lífi mínu, sjálfa mig og eignast vináttu við nýja einstaklinga sem væru á vegi mínum. Það gerðist svo sannarlega og þetta orð hjálpaði mér að þora að stíga út fyrir þægindarammann og leyfa mér að taka ný skref í lífi mínu.


Nú í ár hef ég sett niður orð sem ég vil einblína á næsta ár. Þetta orð er ekki endilega eitthvað sem ég myndi segja að væri uppáhalds orðið mitt en þetta er orð sem teygir á mér og hjálpar mér að vaxa sem einstaklingur. Ég hef líka sett mér markmið fyrir árið og það merkilega er að þessi markmið tengjast öll orðinu sem fær þann heiður að vera orðið mitt árið 2019. Ég ætla ekki að gefa upp hér hvert orðið er en fylgstu með hér á síðunni og á samfélagsmiðlum og hver veit nema þú áttir þig á því hvert orðið er.
Markmiðssetningar

Það er hægt að nota margvísleg verkfæri til að hjálpa manni við markmiðssetningar en lykilinn að því að ná markmiðum sínum finnst mér vera sá að hafa þau einföld en um leið mælanlega en samt eitthvað sem teygir á manni og hjálpar manni að vaxa. En aðal atriðið er að deila markmiðunum með einhverri manneskju sem maður treystir og spyr mann út í það hvernig hefur gengið að vinna að markmiðunum.


Í starfi mínu sem Heilsumarkþjálfi þá hjálpa ég einstaklingum að setja sér markmið sem eru mælanleg, einföld og markviss. Ef þig langar þig að læra að setja þér einföld en krefjandi markmið og setja þér skýra stefnu fyrir árið og ná betri líðan andlega og líkamlega? Þá býð ég upp á Heilsumarkþjálfun fyrir einstaklinga og hópa. Kosturinn við markþjálfun hjá mér er sú að hún fer fram á netinu og það eina sem þú þarft er vilji til að ná árangri ásamt snjalltæki eða tölvu.


Þann 10. janúar næstkomandi hefst þriggja mánaða Heilsumarkþjálfunin Betri ég. Betri ég fer fram annan hvern fimmtudag kl. 20:15. ATH tvö pláss laus.


Einnig býð ég upp á einstaklingsþjálfun sem fer einnig fram á netinu. Í janúar er ég með sérstakt tilboð á 6 skipta Heilsumarkþjálfun. Endilega hafðu samband og bókaðu tíma.


Kærleikskveðja,

Gunna Stella


© 2017 Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir