Ég sérhæfi mig í að vinna með einstaklingum sem vilja minnka hraða og streitu en eignast þess í stað einfaldara líf og upplifa betri heilsu og andlega líðan. 
Það er mjög misjafnt hvað hentar hverjum og einum og því er mikilvægt fyrir þig að fá að finna þína leið í í átt að jafnvægi. Ég vinn út frá þeirri hugmyndafræði að mikilvægt er að koma jafnvægi á lífshjólið.   Þetta hjól nota ég til þess að hjálpa þér að meta hvernig jafnvægið er í lífi þínu. Í kjölfarið að því munum við skoða hvað það er sem þú vilt ná fram í þínu lífi og hvaða markmiðum þú vilt stefna að því að Þú skiptir máli og framtíð ÞÍN skiptir máli.
​Ég býð upp á einstaklingsviðtöl, hópþjálfun, námskeið og fyrirlestra. Þú getur haft samband við mig hér!
Ég er menntaður kennari og  IIN Heilsumarkþjálfi. Ég lærði Heilsumarkþjálfun hjá The Integrative Nutrition í New York. Þetta nám hefur gefið mér víðtæka þekkingu. Ég get veitt þér ráðgjöf og stuðning til þess að þú getir upplifað betri heilsu og meiri vellíðan. Ég hjálpa þér að setja þér markmið til þess að þú getir einfaldað og bætt lífið. 

© 2017 Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir